149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:17]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla nú vinsamlegast að biðja hv. þingmann, þó að hann sé búinn að birtast hér síðustu viku sem býsna fróður um ýmsa hluti, að láta það alveg eiga sig hvaða myndlíkingar ég tek, eða hvaða dæmi ég tek, eða hvernig ég tjái mig. Ég svaraði spurningunni einfaldlega í fyrstu setningu: Þið eruð að lækka það sem við fáum. (Gripið fram í.) Þið eruð að lækka um 5 milljarða. Getum við þá verið sammála um að sá hluti renni að minnsta kosti í þessa sjóði? (KÓP: En eftir 31. desember 2019?) Við erum að tala um það að við vísum þessu frá þannig að við getum náð meiri sátt um þetta. Víst getur það orðið býsna fróðleg upplifun að fara á ljóðakvöld hjá raunvísindafólki. Eins og fyrrverandi fjármálaráðherra, sem tekur þeim núverandi langtum fram, þá fer það nefnilega ágætlega saman að vera stærðfræðingur og ljóðskáld.