149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[19:33]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætlaði að forvitnast um það hjá forseta hvort ekki verð gert hálftíma matarhlé. Við vitum að það er fundur til miðnættis og slíkt er viðtekin venja þótt gerðar hafi verið einhverjar undantekningar, aðallega þegar Alþingi er að kafna í málum. Við erum hins vegar ekki að kafna í málum frá ríkisstjórninni, ekki er hægt að segja það. Þótt þetta mál sé risastórt er svigrúm fyrir þingið og mikill tími fram undan fram að jólum. Ég ætlaði að því að fá að vita hvort það er ekki alveg ljóst að gert verði hálftíma matarhlé. Þetta er einföld ósk og fróm ósk af minni hálfu, hvort ekki sé alveg skýrt að þótt verið sé að keyra í gegn mál sem er umdeilt sé ekki líka verið að keyra hér yfir allt og alla. En það væri kannski dæmigert.