149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[19:36]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég gerði satt að segja ráð fyrir því að það yrði kvöldverðarhlé milli hálfátta og átta eins og oft er. Ég spyr forseta: Á það ekki að vera? Ég er t.d. mjög svöng núna en ég ætla ekki að fara úr salnum á meðan verið er að ræða þetta mikilvæga mál.

Ég geri ráð fyrir því, frú forseti, að við fáum matarhlé í hálftíma og þá verða allir glaðir.