149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[20:54]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Óla Birni Kárasyni fyrir góða yfirferð. Þingmaðurinn fór vel yfir sögu fiskveiðistjórnarkerfisins eins og það er í dag og tímana sem voru þar á undan þegar þetta var í fanginu á hinu opinbera, eins og ég hef oft talað um í ræðum. Þess vegna geta útgerðir greitt auðlindagjald, þar erum við sammála. En mig langar að spyrja þingmanninn. Ég hef haft áhyggjur af því síðan lögin voru sett 2012, og gagnrýndi það mikið þá og geri líka núna með þetta frumvarp, að það er ekki mjög gegnsætt, að það vantar einhvern veginn að fara meira í útgjaldaflokkana. Væri ekki hægt að fara nánar í það? Þarna eru plástrar, frystitogarar fá t.d. 10% niður, uppsjávarskip 10% upp, (Forseti hringir.) litlar og meðalstórar útgerðir fá afslátt. (Forseti hringir.) Það gerir þetta frekar loðið og ógagnsætt (Forseti hringir.) og er að mínu mati ekki nógu burðugt þess vegna.