149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[20:57]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Ég hef samt sem áður áhyggjur af því áfram að samdráttur verði í greininni. Þar spilar þetta frumvarp inn í. Það eru ekki allir sammála um það en ég hef þá skoðun. Ég velti því fyrir mér að koma með breytingartillögu í þá veru, eins og ég nefndi áðan. En eins og þingmaðurinn kom inn á er þetta er skref í rétta átt og vonandi getum við unnið að því að gera þetta gegnsærra í framtíðinni.

Ég vil þakka þingmanninum sérstaklega fyrir að nefna í ræðu að við ættum að tala meira um auðlindagjöld í víðara samhengi. Hann nefndi þar skilgreiningu auðlinda, sem sá sem hér stendur hefur flutt þingsályktun um, og að taka auðlindagjöld af þeim greinum eftir þá vinnu sem hægt er að taka gjöld af, sem geta borið það gjald. Og fara í þá umræðu í framtíðinni til þess (Forseti hringir.) að þunginn og hið endalausa þras um veiðigjöld af útgerðinni fái smá hlé, ég get ekki sagt annað.