149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[21:03]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Horfast verður í augu við að hin umræddu gjöld eru afnotagjöld fyrir aðgang að auðlind. Skattana og allt það greiða öll önnur fyrirtæki. Hvar var ívilnunin þegar Wow air átti í vandræðum fyrir einhverjum vikum?

Ég spyr mikilvægrar spurningar. Ef slíkar úthlutanir eru varanlegar, eins og hv. þingmaður heldur fram, og einhverjir hafa fengið þær, hvar er sanngirnin?

Hv. þingmaður nefndi öfund áðan, að það væri einhver öfund út í þá sem hefðu aðgang að þessari auðlind. En hvar er sanngirnin í því að þarna er fastákveðinn hópur sem kemur til með að njóta góðs af auðlindinni okkar allra þangað til að þeir ákveða sjálfir að hætta því? Hvar er sanngirnin í því? Hvernig er hægt að réttlæta að hafa þetta varanlega auðlind? Það hlýtur að vera mikilvægasta spurningin í kvöld.