149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[21:09]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Það ætti ekki að koma neinum á óvart í þessum sal að ég og hv. þm. Lilja Rafney erum ekki sammála í einu og öllu, enda væri ekkert skemmtilegt í stjórnarsamstarfinu ef við værum algerlega samstiga. Það sem hv. þingmaður af Vestfjörðum telur að sé frjálshyggja er í mínum huga stundum pínulítill sósíalismi, sem Viðreisn virðist núna vera komin í, enda búin að gera Indriða H. Þorláksson að andlegum leiðtogum sínum.