149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[22:49]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er allrar athygli vert sem þingmaðurinn kemur með, bæði spurningar og svör. Það er kannski spurning þegar þingmaðurinn fékk þessar tölur hvort þær forsendur hafi verið verið á bak við þær — þetta eru ansi fá fyrirtækin sem myndu borga — að fyrirtækin væru aflögufær til að halda áfram rekstri. Það hefur kannski ekki fylgt sögunni. Það er ekki endilega samhengi á milli upphæðar arðgreiðslna og þess sem hægt er að borga í auðlindagjald. Stærstu útgerðirnar, sumar hverjar, eru með rekstur erlendis og þá koma arðgreiðslur í samhengi við það og annað slíkt. En mér finnst þetta mjög athyglisvert og er spenntur að skoða það nánar.