149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[22:55]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég er svo sem ekki á móti þrepaskiptingu. Mér finnst hún vera ágæt hugmynd. En mér finnst samt alltaf áhugavert að líta til þess hvort það séu ekki einhverjir aðrir þættir sem ýta og kynda undir misskiptingu sem væri hægt að laga á einfaldan hátt. Og nú vil ég fullyrða að það finnist ekki sá stjórnmálamaður sem talar ekki jákvætt um lítil og meðalstór fyrirtæki og nauðsyn þess að hlúa vel að þeim, alla vega fyrir kosningar. En þar er einmitt sá staður — eða eins og hv. þingmaður benti réttilega á að sum fyrirtæki vilja ekki verða stór. Það vilja ekki allir sigra heiminn. Það vilja sumir bara eiga í sig og á. Þegar er búið að stilla upp gjöldum, og ég hef rakið það nýlega í greinum, að búið er að færa til rosalega mikið álag yfir á smærri aðila með því að hækka alltaf gjöld á móti svokölluðum lægri sköttum, þannig að þarna einhvers staðar mætti hugsanlega hjálpa fyrirtækjum af smærri gerðinni að komast (Forseti hringir.) lífs af.