149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:05]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Það hafa allmargir þingmenn ýmist tekið sig af mælendaskrá eða óskað eftir að vera færðir neðar og fram undir þetta hefur verið orðið við því en því eru líka takmörk sett hversu lengi má meðhöndla mælendaskránna þannig. Almennt gildir sú regla að menn eiga að vera viðstaddir ef þeir hafa skráð sig á mælendaskrá og tala þegar röðin er komin að þeim. Ef ekki, er þeim réttast að falla frá orðinu.