149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:11]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar til að upplýsa forseta um það að eftir að hafa horft á mælendaskrárflakkið í allt kvöld er ég eiginlega kominn með hugmynd að nýju forriti sem ég get kannski smíðað sem fylgist með öllu þessu mælendaskrárflakki og telur saman hverjir eru mestu mælendaskrárflakkararnir. Ég held að það gæti orðið nokkuð fróðlegt. (VilÁ: Það hljóta að vera gagnlegar upplýsingar.) Já, klárlega. Mig grunar að það sé nokkuð sterk fylgni milli þess að menn flakki um mælendaskrá og að fólk vilji síður taka þátt í umræðunni af einhverjum ástæðum, kannski eins og við höfum séð í kvöld að fulltrúar stjórnarmeirihlutans veigra sér við því að vera á mælendaskrá í kvöld. Ég veit ekki alveg af hverju en þetta eru þó fróðlegar upplýsingar. Við ættum auðvitað að sækja í þær. Þangað til held ég að það ætti að senda út leitarhópa til að finna alla þessa horfnu þingmenn.