149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil stinga því að forseta að hann segi þetta gott í kvöld. Það sé nóg komið af bulli um mælendaskrá eða þá að hleypa hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé að, hann situr í salnum. Hann er tilbúinn. Ég er tilbúin til að gefa honum eftir mitt pláss sem ég á núna í annarri ræðu minni. En ég held að það væri bara sanngjarnt og góð hugmynd, herra forseti, að við létum þetta gott heita. Klukkan er að verða 20 mínútur, eða 17 mínútur, gengin í 12 og við eigum öll að mæta snemma í fyrramálið. Ég á t.d. eftir að keyra Reykjanesbrautina og mér þætti bara ágætt að hætta núna. Og ég fengi að byrja umræðuna á morgun með annarri ræðu minni.