149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:17]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég verð nú að segja að ég er pínulítið hugsi. Ég kann einfaldlega ekki við að hv. stjórnarandstæðingar hópist að því að taka mig sem eitthvert mál — þeim finnst þetta kannski sniðugt og fyndið, ég upplifi þetta sem hópárás á mig. Mér finnst þetta einstaklega ómerkilegt af hv. stjórnarandstæðingum. Það er látið eins og ég sé hér einhver tilfinningalaus skrípalingur sem sé bara hægt að taka í einhverju pólitísku karpi. Það kemur hv. stjórnarandstæðingum, afsakið, ekkert við hvort ég tek til máls í þessari umræðu eða ekki. Hv. þm. Oddný G. Harðardóttir, ég er ekki á mælendaskrá. Það er bara einfaldlega þannig. Það er minn réttur; alveg eins og það er minn réttur að tala er það líka minn réttur að ákveða að tala ekki. Ég ætla að biðja hv. þingmenn í sínu pólitíska karpi hér að vera ekki að taka einn samþingmann (Forseti hringir.) sinn fyrir eins og þeir hafa gert hér, hver á fætur öðrum.