149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:25]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé ágætt að forseti fari yfir það hvernig þessari mælendaskrá er stýrt og hvaða reglur eru hafðar um hana. Ég held að það sé líka ágætt að ræða það við þingflokksformenn þegar þeir hittast næst. Ég er samt svolítið hissa, hæstv. forseti, á þeim orðum sem hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé viðhafði í þessum ræðustól, ekki síst vegna þess að sá ágæti þingmaður kemur úr flokki sem hefur líklega einna helst notað þetta púlt hér til að níða skóinn af öðrum þingmönnum og ráðherrum. Ég ætla að biðja hann að fara með þessa ræðu fyrst inn í sinn þingflokk. (Gripið fram í.)