149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:29]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka fyrir það umburðarlyndi sem mér hefur verið sýnt varðandi það að færa mig til á mælendaskrá. Ég reiknaði ekki með þessari lipurð. Ég var satt að segja ekki alveg undir það búinn í kvöld að koma svona tímanlega í ræðu, en það hrukku af skaftinu tveir eða þrír þingmenn. Ég hafði auðvitað væntingar um að þegar við færum að ræða hina nútímalegu og framsýnu stefnu okkar Samfylkingarinnar í þessum málaflokki fengjum við skoðanaskipti við stjórnarliðana, að þeir fengju kannski að sjá ljósið eða skimuðu eftir því og við fengjum fjörugar umræður, þó að ég vilji ekki lasta þær umræður sem við fengum. Þær voru gagnlegar og ég held að augu margra hafi opnast og þeir muni fylkja sér um stefnu okkar Samfylkingarmanna.