149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:31]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Umræðan ber þess nokkur merki að það er komin svolítil þreyta í mannskapinn og menn hugsa kannski ekki alveg af þeim skýrleika sem þeim er eiginlegur. Hins vegar hafna ég því sem hv. þm. Óli Björn Kárason vekur athygli á, að það bíði spenntir stjórnarþingmenn eftir því að komast að. Ég geri að tillögu minni að stjórnarandstaðan hliðri til, með leyfi hæstv. forseta, og forseti færi stjórnarandstöðuþingmennina niður sem því nemur að þessir ágætu þingmenn komist strax í ræðustól og við höldum þá áfram þennan hálftíma sem eftir er. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Ég held að það væri góður bragur á því.