149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:32]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Albertína Friðbjörg Elíasdóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar að nýta tækifærið og taka undir með hv. þm. Jóni Steindóri Valdimarssyni og leggja til að hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem eru næstu þrír á mælendaskrá, óski eftir því að hæstv. forseti beygi aðeins reglu sína um að fikta ekki meira í mælendaskránni og færi þau neðar þannig að hv. þm. Njáll Trausti Friðbertsson geti flutt ræðu sína núna. Ég er alveg viss um að hv. stjórnarandstöðuþingmenn eru einnig tilbúnir til að hætta að ræða fundarstjórn forseta til að hleypa hv. þm. Njáli Trausta Friðbertssyni í ræðustólinn.

Annars ítreka ég þá skoðun mína og beiðni til forseta að hann hreinlega fresti þingfundi þannig að við getum haldið fersk áfram á morgun.