149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:33]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég var á mælendaskrá og eiginlega búin að bíða í tvo daga eftir að komast að. Það hefur gengið hálfilla. Það er kannski líka vegna þess að ég er mikil A-týpa, eiginlega bara AAA, mig vantar orku til að halda áfram þegar komið það er orðið svona framorðið. Mig vantar eiginlega þriðja orkupakkann til að geta tekið þátt í þessu. [Hlátur í þingsal.] En ræða mín þolir vel dagsljósið og ég ætla að bíða með hana þangað til á morgun.