149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:34]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það gleður mig að það lifnar yfir stjórnarandstöðuþingmönnum. Þeir eru greinilega tilbúnir að fara dálítið hressilega inn í nóttina. Við getum haldið umræðunni áfram fyrst þeir eru svona spenntir að heyra það sem við í ríkisstjórnarflokkunum höfum fram að færa í málinu. Það lifnar við og þeir sofna þá ekki yfir þeim ræðum, þannig að við hljótum að geta haldið töluvert inn í nóttina, herra forseti. Er það ekki? Ég legg það a.m.k. til.