149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:35]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég fagna þeirri tillögu hv. þm. Jóns Steindórs Valdimarssonar um að við gefum stjórnarliðum þeim sem eru reiðubúnir og vel undirbúnir fyrir ræðuhöld kost á að láta ljós sitt skína. En um leið og ég styð hæstv. forseta eindregið þegar hann segir að sennilega þurfi að taka þéttar á því þegar hv. þingmenn hafa skráð sig á mælendaskrá og eru svo ekki tiltækir þegar á reynir þá var eftir því sem ég best veit búið að gera samkomulag um að við ræddum hér til miðnættis og menn skráðu sig á mælendalista samkvæmt því.