149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:36]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég var að átta mig á því að ég skil ekki alveg hvort stjórnarandstaðan vill að menn færi sig niður á mælendaskrá eða ekki. Mér sýnist hv. stjórnarandstaðan í raun bara vilja ráða því hvað er að gerast hérna. Ekki bara vill (Gripið fram í.) — ef ég má ræða hér, hv. gjammari Logi Einarsson. Hún vill ekki bara að ráða því hverjir séu á mælendaskrá, neyða mig á mælendaskrá með einhverjum barnalegum frýjuorðum hér í pontu heldur líka ráða því hvenær fólk talar og taka dagskrárvaldið af forseta. Eigum við ekki að reyna að haga okkur hér eins og þjóðkjörnir þingmenn og fara eftir dagskrá sem liggur fyrir? Það kemur að þeim þingmönnum sem eru á mælendaskrá. Eigum við ekki bara að láta þetta halda hér áfram?

Ég hef verið á mælendaskrá, ég hef verið verður færður niður af því að aðrir þyrftu við að komast upp fyrir mig. Síðast held ég að það hafi verið hv. þm. Logi Einarsson, væntanlega sem formaður flokks, sem fór upp fyrir mig. Mér fannst það bara eðlilegt. Það hefur líka verið komið til mín og sagt: Heyrðu, hér er enginn í húsi, þú þarft að fara á mælendaskrá og þá hef ég gert það.

Ég (Forseti hringir.) styð það að forseti setji strangar reglur um að héðan í frá verði ekki hróflað við mælendaskrá, að menn skrái sig á hana og svo verði farið eftir henni. Þá falla menn einfaldlega af henni ef þeir eru ekki í húsi. Ég styð það heils hugar.