149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:52]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, það er alveg sjálfsagt að svara svona beinskeyttri spurningu sem hægt er að svara á stuttan hátt, þó að það sé ekki hefðin. Eins og ég hef skilið þetta, og nú fer ég með þetta eftir minni, er viðbótarafslátturinn við tillögu okkar, þ.e. það sem fyrir er í afslátt, í kringum 200 milljónir. Samanlagt eru þetta 470–480 milljónir. Þetta skríður í hálfan milljarð.

Virðulegi forseti, hef ég eina mínútu eða tvær?

(Forseti (SJS): Eina.)

Þá langar mig að nýta það að vera hér og spyrja hv. þingmann. Það væri ágætt að fá skýringu á því því að ég var ekki að hlusta á lýsingu á breytingartillögunni. Það er þetta með — sem mér finnst mjög göfugt og gott — að við ætlum að nýta arðinn af auðlind okkar í landshlutana. Mér finnst það býsna brött tillaga að leggja fram núna og minnist þess ekki að það hafi verið ákveðið að arðurinn af auðlind í sameign þjóðarinnar skuli fara til landshlutanna. Á það að fara mikið til Reykjavíkur? (Forseti hringir.) Á höfuðborgarsvæðið að fá töluvert af þessu eða á það að fá ekkert? Er þá verið að leggja til að höfuðborgarbúar fái ekkert af þessu? Hvenær ákváðum við að þetta skyldi ekki fara til öryrkja eða skyldi ekki fara til uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss?