149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:01]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég get alveg tekið undir það að verkfallið setur árið 2017 í sérstaka stöðu. Engu að síður er það ekki öll skýringin. Þingmaðurinn talaði líka um aukin viðskipti í þessu andsvari, að menn sæju sér hag í því að kaupa í þessum stóru fyrirtækjum. Það er akkúrat það sem við höfum áhyggjur af sem tölum um lítil og meðalstór fyrirtæki, að þessi auknu viðskipti eru vegna þess að það er samdráttur í greininni. Stærðarhagkvæmni þessara stóru fyrirtækja er slík að þau bera höfuð og herðar yfir alla aðra útgerðarflokka. Það er þá bara þannig, og það er örugglega skoðun þingmannsins og hans flokks, að það sé best að hafa bara svona fjögur til sex stór fyrirtæki sem geta borgað nógu mikið í auðlindagjald og svo fáum við hinir sem eftir sitjum kannski bara að starfa við horfna starfshætti.