149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:28]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er þetta sem okkur greinir á um, mig og hv. þm. Þorstein Víglundsson. Ég tel að það sé engin ástæða til þess að vera að byggja inn í fiskveiðistjórnarlög, hvort heldur þau núgildandi eða þau sem hann kynni að vilja taka upp í staðinn, þessa tímabindingu vegna þess að lögin sjálf eru algerlega afdráttarlaus um það hver á auðlindina. Þetta snýst bara um heimildir til að nýta hana og það er hægt að taka þær eða höndla með þær nýtingarheimildir með þeim hætti sem þjóðin sjálf og það Alþingi hún sem kýs á hverjum tíma telur hagfelldast að gera.