149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:42]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er svo sem rökleiðsla fyrir því í allri vinnu atvinnuveganefndar í kringum þetta og í frumvarpinu sjálfu frá ráðuneytinu hvernig menn hafa fundið út þessar tölur og hvaða forsendur liggja þar á bak við. Skýrasta dæmið er þegar kílóið af þorski er tekið og brotið upp allt til enda. Þar miðast við meðalverð á þorski sem var 196 kr. og 45 aurar í þessari viðmiðun. Menn geta svo sjálfsagt endalítið deilt um það hvaða viðmiðun á að taka í þessu. En þegar verið er að reikna þetta út og finna út töluna, eins og ég veit að hv. þingmaður þekkir, enda vel að sér í þessu, stóð á endanum, þegar búið var að draga frá af þessu tæplega 200 kr. (Forseti hringir.) viðmiðunarverði á þorskinum, eftir hreinn hagnaður af þorskkílóinu upp á 22 kr. og 56 aura. (Forseti hringir.) Það er þá stofninn, viðmiðunargjaldið, (Forseti hringir.) væntanlega vegna þess að menn töldu þetta eðlilega viðmiðun að taka. (Forseti hringir.) Ég kann ekki betri skýringu á þessu á þessari mínútu sem ég hef.

(Forseti (ÞorS): Enn beinir forseti því til hv. þingmanna að virða tímamörk.)