149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:49]
Horfa

Forseti (Brynjar Níelsson):

Forseti telur að þetta mál sé nokkurn veginn sjálfleyst. Fimm næstu ræðumenn eru allir úr stjórnarandstöðu. Forsætisráðherra er á staðnum. Fyrir mér er málið ekki mjög flókið.

Vill hv. þm. Logi Einarsson taka aftur til máls um fundarstjórn forseta? (LE: Nei, en ég mun hugsanlega klaga að þú hafir verið að hrófla við mælendaskránni núna í óþökk forseta.) [Hlátur í þingsal.]

Þá heldur dagskrármálið áfram.