149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:28]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þetta kalli á aðeins skýrari nálgun að því hvernig við ætlum að byggja upp betri samfélög úti um allt land á grundvelli innheimtu veiðigjalda.

Við erum með sama hætti með samgönguáætlun, við erum með fjarskiptaáætlun o.s.frv. sem uppbygging þar undir heyrir.

Ég tók eftir því að hv. þingmaður nefndi áðan að ekki hefði verið hvatt til almennrar umræðu um málið og það væri hluti af lélegri kynningu á því. Ég spyr hv. þingmann: Veit hann til þess að ríkisstjórn hafi áður sent sjávarútvegsráðherra í hringferð um landið og hann átt viðræður við fólkið sem í sjávarútvegsbyggðunum býr á 11 fundum sem 600 manns sóttu og allur sá fundur hvattur til þess að taka þátt í meðferð málsins þegar þingið er að vinna það? Ég þekki ekki annað fordæmi.

Ég spyr hv. þingmann hugsunar hans í því og þeim efnum, hvort við getum ekki verið sammála um að þetta teljist (Forseti hringir.) hluti af almennri og góðri kynningu fyrir almenning í landinu.