149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[21:31]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ekki fannst mér útlegging hv. þingmanns á ummælum mínum vera liður í að lyfta umræðunni á einhvern hátt á hærra plan, nema kannski ég sé bara orðinn svona óskýr. (OH: Já, ég held að það hljóti að vera.) Mögulega, hv. þm. Oddný G. Harðardóttir, eða mögulega er hv. þingmaður þannig stemmdur að það sé hægt að misskilja hluti og reyna að draga það fram. Hver veit?

Ég var að ræða um almenna umræðu í stjórnmálum í þessum málum, ekki sérstaklega um hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur sem ég met mikils en þó ekki þannig að ég taki hana sem eitthvert sérstakt mengi fyrir 63 þingmenn á Alþingi. (ÞSÆ: Þú varst að kalla tillöguna hennar leikrit.) Fyrirgefðu, hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ég heyrði ekki hvað þú sagðir. Viltu taka þátt í umræðunni hér eða má ég halda áfram? (Gripið fram í.)

Hvað varðar tillögur Vinstri grænna er ég sammála tillögum vinstri stjórnarinnar sem hv. þm. Oddný G. Harðardóttir talaði mikið fyrir á árinu 2012. Ég er sammála frá orði til orðs mörgum ræðum hv. þm. Oddnýjar G. Harðardóttur frá árinu 2012 þar sem hún talaði fyrir tillögu um sérstakt veiðigjald sem byggði á að færa það eins nálægt í tíma og mögulegt væri og byggði á að væri afkomutengt, nákvæmlega það sem við erum að gera núna.

Ég var í viðtali með hv. þingmanni um daginn þar sem hún kallaði þetta últrahægrimennsku. Ég er ósammála hv. þingmanni með það að vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafi staðið að tillögum um últrahægrimennsku. Ég var sammála þeim tillögum.

Fyrirgefðu, forseti, ég skal koma inn á afganginn í — Ha? (Gripið fram í.) Það verður ekki annað andsvar. Þá bara verð ég að eiga það inni.