Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

mál frá utanríkisráðherra.

[22:47]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Frú forseti. Nú er búið að fresta fundi hér um þrjú korter. Það hafa engar skýringar verið gefnar á því. Sérstaklega var óskað eftir því þegar samkomulag var gert um þinghaldið að málum utanríkisráðherra yrði sinnt hér.

Ég óska eftir því að ef hæstv. utanríkisráðherra getur ekki mætt í ræðustól innan tveggja mínútna verði fundi Alþingis slitið með það sama. Það er ekki hægt að bjóða þingheimi upp á svona vinnubrögð, sérstaklega þegar kemur svo í ljós og maður heyrir á skotspónum að hæstv. ráðherra sé að spjalla við erlenda sjónvarpsstöð og láti þingið bíða eftir sér á kvöldfundi. Hann var hérna fyrr í kvöld. Það gafst nægur tími fyrir stjórnarliða að hliðra til fyrir ráðherranum ef það hefði (Forseti hringir.) verið nokkur vilji til þess. En það var kosið að gera það ekki.