149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

úrsögn úr þingflokki.

[15:07]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Þá barst forseta fyrr í dag, mánudaginn 3. desember, svohljóðandi bréf:

„Ég undirritaður hef frá og með deginum í dag ákveðið að starfa sem þingmaður utan flokka á Alþingi.

Við Ólafur Ísleifsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, höfum ákveðið að eiga í samstarfi sem óháðir þingmenn og óskum eftir því að til þeirrar samstöðu okkar verði litið í störfum Alþingis.

Virðingarfyllst,

Karl Gauti Hjaltason,

8. þm. Suðurkjördæmis.“

 

Og annað bréf:

„Frá og með þessum degi hefi ég ákveðið að starfa sem þingmaður utan flokka á Alþingi. Ég vil nota tækifærið og þakka forseta og formönnum þingflokka fyrir ánægjulegt samstarf.

Við Karl Gauti Hjaltason, 8. þm. Suðurkjördæmis, höfum ákveðið að eiga samstarf sem óháðir þingmenn utan flokka og óskum eftir því að til þess verði litið í störfum Alþingis.

Ólafur Ísleifsson,

10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.“