149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

traust og virðing í stjórnmálum.

[15:17]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið og ég er sammála. Okkar bíður stórt verkefni. Síðustu dagar hafa haft gríðarleg áhrif á okkur og það eru opin sár sem þarf að græða. Ég vil taka það fram að ég treysti forseta, forsætisnefnd og siðanefnd mjög vel fyrir því starfi sem hún á fyrir höndum. En við þurfum líka að setjast niður hér saman og ræða hvaða áhrif þetta hefur á þingmenn, á þingstörfin, á stjórnmálin í heild sinni, á jafnréttisbaráttu kynjanna, á baráttu hinsegin fólks og fatlaðra, hvernig við getum tryggt að við sem þingmenn getum unnið áfram með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, hvernig við getum aftur aukið traust og virðingu þingsins.

Ég held, herra forseti, að við verðum að taka það hlutverk alvarlega.