149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

skipan Geirs H. Haarde í sendiherrastöðu.

[15:35]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég átti ótal fundi með hv. þingmanni og fyrrverandi utanríkisráðherra um hin ýmsu mál. Á einum fundinum sem ég sat með honum tilkynnti hann mér að hann hefði tekið ákvörðun um að skipa Geir H. Haarde sendiherra. Honum fannst það við hæfi enda var um að ræða fyrrverandi formann flokks míns, og ég tók því fagnandi.