149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:02]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Frumvarpið sem við greiðum atkvæði um er að einhverju leyti ágætt, samanber að snúa aftur til þeirrar hugsunar að hlutverk laganna sé að skilgreina þann hluta af virðisauka í sjávarútvegi sem rekja má til auðlindarinnar og að reikna skuli hlutdeild þjóðarinnar í þeim virðisauka þó að sú skilgreining sé ekki gagnrýnislaus.

Frumvarpið sem við greiðum atkvæði um í dag svarar hins vegar ekki grundvallarspurningunni, þeirri réttlætisspurningu sem við höfum glímt við um árabil, sem er: Hvert er réttmætt tilkall þjóðarinnar til arðs af auðlindinni?

Í þessu frumvarpi er sterklega gefið til kynna í greinargerð að veiðigjöldin dragi úr fjárfestingum í sjávarútvegi, dragi úr tæknilegum framförum, skerði samkeppnisstöðu, leggist á landsbyggðina og séu almennt til þess fallin að leggja nánast allan sjávarútveg í rúst. Staðhæfingar þessar eiga ekki við rök að styðjast og kannski síst á þeim degi þegar forstjóri stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins segir að þjóðin eigi ekki fiskinn í sjónum.

Ég mun því ekki greiða atkvæði með þessu frumvarpi.