149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:14]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Þetta er að minni hyggju fráleit tillaga. Frumvarp þetta var boðað þegar í vor við umræðu um veiðigjaldafrumvarp atvinnuveganefndar. Það hefur legið fyrir í langan tíma að núgildandi löggjöf um álagningu veiðigjalda rennur út í lok þess fiskveiðiárs sem var og var það framlengt til bráðabirgða til loka árs. Frumvarpið hefur fengið vandaða meðferð í atvinnuveganefnd. Hún hefur fjallað um það í tvo mánuði, haldið 11 fundi, fengið 100 gesti. Ég fór sérstaka ferð um allt land og átti samtal við sjávarútveginn, fólkið sem lifir og hrærist í (Forseti hringir.) þessum atvinnugreinum. Þannig að þetta er á allan hátt mjög vel kynnt frumvarp.