149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:17]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Hæstv. forseti. Ég segi já við þessu. Það skiptir máli að hlusta á alla þá gesti sem komu á fund nefndarinnar. Það var sammerkt með eiginlega öllum — ríkisskattstjóri talaði um óvissu, ekki nægilega mikið gegnsæi, hann var ekki alveg viss um hvernig ætti að gera það upp. Sjómenn voru afar hræddir og drógu það ítrekað fram að veiðigjöldin yrðu sett beint og óbeint yfir á launakostnað sjómanna.

Það er líka hægt að tala um þann ótta sem fram kom hjá ýmsum um að settur yrði sem mestur kostnaður á vinnsluna þannig að veiðigjöldin yrðu lækkuð á móti því að þau féllu útgerðina.

Það eru því margvíslegar athugasemdir og röksemdir sem mæla með því að sú tillaga sem við leggjum hér fram, fjórir flokkar, verði samþykkt. Við getum náð sátt um þetta mál. Við getum afgreitt tímaspursmálið en klárum málið, restina, gjaldahlutann, í meiri sátt en verið hefur. Það er hægt að ná henni ef menn leggja sig fram. Gefum okkur þetta ár til þess að meiri ró og friður náist. Við réttum hér fram sáttarhönd hvað þetta varðar.

(Forseti (SJS): Forseti biðst velvirðingar á því að það er einhver dyntur hlaupinn í klukkuna í borðinu, ljósið. Það ber ekki að taka það svo að þingmenn tali umfram tímann þó að rautt ljós logi. )