149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:21]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Hér erum við að leggja til að laga markmiðsgrein þessa frumvarps sem í fyrirliggjandi mynd af hálfu meiri hlutans er óskiljanleg — ef markmiðið er að þjóðin fái raunverulega hlutdeild af arði þeim sem myndast við nýtingu auðlindarinnar. Það er ekki hægt að skilja þetta ákvæði eins og meiri hlutinn leggur þetta til.

Við erum líka að undirstrika mikilvægi þess að enginn eignast fiskinn í sjónum eða afnotaréttinn af honum og að hann sé tímabundinn. Þetta hljóta allir að geta tekið undir. Þetta er mikilvægt markmið. Við eigum fiskinn í sjónum og það er ekki hægt að afhenda hann bara sisvona.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Þingmaðurinn segir já.