149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:39]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Þarna erum við að greiða atkvæði um að fisktegundir sem ekki bera meira gjald í heildina en 100 milljónir, séu teknar út fyrir sviga. Mér finnst það, eins og ég sagði áðan um önnur mál áðan, skref í rétta átt og greiði því atkvæði með því. En ég hefði viljað hafa þetta gjald hærra til að fleiri tegundir verði nýttar sem annars eru illa nýttar og verða það áfram vegna þess að veiðigjaldið er of hátt og lenda því í brottkasti.