149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:42]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegur forseti. Ég hef greitt atkvæði með þeim greinum sem við höfum þegar fjallað um og þar með talið þessari grein í frumvarpinu þar sem þetta er skref í rétta átt, þ.e. að ferlið sé einfaldað og gert gagnsærra og fært nær okkur í tíma. Enn ég tel gjaldið enn of hátt. Þess vegna geri ég þessa athugasemd með atkvæði mínu. Ég tel gjaldið vera of hátt og finnst að við verðum að leggja mat á hvaða áhrif þetta hefur á byggðir landsins og afleidd störf og annað slíkt, og mismunandi útgerðarform. Við verðum að fylgjast vel með því og þurfum að kanna áhrifin af því fljótt. Það getur vel verið að örfá útgerðarfyrirtæki þoli svona hátt gjald. en meiri parturinn mun ekki þola það. Það mun hafa ófyrirsjáanleg áhrif, eins og við höfum séð undanfarið. Við þurfum að fara varlega í þessum efnum.