149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:51]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Hér er svolítið merkileg tillaga frá meiri hlutanum fyrir margra hluta sakir. Þetta er að mínu mati bein og óbein yfirlýsing hjá ríkisstjórninni um að halda áfram með hvalveiðar á Íslandi. Hér er langreyður nefnd og veiðigjald fyrir hrefnu. Að mínu mati er þetta einfaldlega stuðningsyfirlýsing við að halda hér áfram hvalveiðum á sama tíma og hæstv. ráðherra hefur boðað endurskoðun hvalveiðistefnunnar og hagsmuni okkar í því samhengi. Ég vara við því og mun því segja nei hvað þetta ákvæði varðar.