149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:52]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Það er nokkuð merkilegt að sjá gjöld á hvalveiðar, ekki bara að þau séu til staðar heldur að þau séu líka þetta lág. Að þetta ætli þingflokkur VG að kvitta upp á þykir mér svolítið skrýtið.

Hvalveiðar hafa rosalega takmarkaða efnahagslega þýðingu fyrir Ísland. Það er vel þekkt. Þær skila mjög litlu í þjóðarbúið. En aftur á móti valda hvalveiðar okkur ómældum efnahagslegum skaða. Það er varla hægt að meta hann til fjár. Þetta er veiðihefð sem ætti að leggjast af og var talað um það hér í vor að samningar yrðu ekki endurnýjaðir.

Ég hvet hæstv. sjávarútvegsráðherra til að endurnýja ekki samninga um áframhaldandi hvalveiðar. En í öllu falli segi ég nei við þessari tillögu.