149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:00]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Hér leggjum við til að arðurinn sem myndast af nýtingu auðlindar okkar renni til þeirra byggðarlaga sem borið hafa uppi vinnsluna af henni. Við leggjum til að það sé gert í samráði við meiri hlutann í þinginu, bara svo því sé haldið til haga, vegna þess að ítrekað er búið að gagnrýna okkur fyrir að vera ekki með samráð í minni hlutanum. Tillaga okkar var að við myndum vinna þetta saman með ríkisstjórn til að tryggja líka að landshlutarnir geti ráðið sínum ráðum meira sjálfir, geti stjórnað betur uppbyggingu sinni sjálfir og að við séum ekki sífellt að skipta okkur af hvernig hlutum skuli háttað í öllum landshlutum heldur hafi þeir talsvert meira fjárhagslegt sjálfstæði en nú er reglan.