149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:02]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga felur það í sér þrátt fyrir önnur ákvæði þessara laga að veiðigjöld af óslægðum afla, lönduðum afla, eiga að lækka mismikið. Í þessu tilviki skulum við tala um fallandi gengi krónunnar, lækkandi olíuverð og mun bættari afkomu útgerðarinnar en samt sem áður á að lækka núna til bráðabirgða í eitt ár t.d. þorskinn um rétt tæp 40% og ýsuna um rétt tæp 36%. Við erum að tala um núgildandi 21,69 kr. á þorskinn niður í 13,80 og núgildandi 25,16 kr. á ýsu niður í 16,15 kr. Það er náttúrlega algjörlega ómögulegt annað að segja en nei við því.