149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:05]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Það virðist vera erfitt fyrir meiri hlutann að skilja að við munum ekki samþykkja lækkun á veiðigjöldum á útgerðina á næsta ári. Við viljum fá samtalið. Við fengum það ekki. Þess vegna greiðum við ekki atkvæði með lækkun veiðigjalda á útgerðina af því að við vildum einfaldlega forgangsraða næsta ári í annað. Það er ósköp einfalt.

Þetta er tillaga til lækkunar á veiðigjöldum á næsta ári á útgerðina og þess vegna segi ég nei.