Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2018.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

158. mál
[14:48]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eftir því sem mér skilst hefur potturinn stundum gengið alveg út, ef við getum kallað þetta pott, en svo hafa stundum verið allt að 30% eftir í honum. Ég spurði einmitt að því og upphæðin er bundin við 200.000 evrur og kemur frá Evrópusambandinu.

Til að geta liðkað til þarna er lagt til að hægt verði að nýta allan pottinn annaðhvort með því að ef of margar umsóknir berast sé hægt að lækka hverja styrkveitingu eða þá að hækka hana til að nýta pottinn. Það hefur ekki verið leyfilegt hingað til.

En ég tel að með því sérstaklega að draga úr fjarlægðinni, úr 245 km í 150 km, sé verið að taka miklu fleiri inn þannig að ég tel að þetta geti nýst miklu fleirum. En hvort gerð var sérstök könnun eða mat lagt á hvað þetta mundi þýða sérstaklega, þá er þetta gríðarlega mikilvægt fyrir garðyrkjubændur sem fullvinna afurð sína heima og setja hana í neytendapakkningar. Þeir hafa ekki fallið undir þetta hingað til. Ég held að það skipti mjög miklu máli.