svæðisbundin flutningsjöfnun.
Herra forseti. Hv. þingmaður talaði um heildarfjárhæðina sem allir hafa til skiptanna og nefndi að hún hefði sjaldan farið upp í þakið. Það kemur reyndar skýrt fram í greinargerðinni að það hefur aldrei gerst að styrkirnir hafi verið fullnýttir. En það sem ég næ ekki alveg utan um og mér sýnist að við gerum hvort tveggja í senn, er að við minnkum radíusinn sem þarf að uppfylla og við fjölgum verulega þeim sem geta notið styrksins, en þá muni það leiða til þess að þeir sem koma nýir inn í kerfið fá eitthvað en allir muni fá minna. Ég velti fyrir mér hvort það sé endilega gott mál að ganga þannig frá hlutum.
Ef menn hafa á annað borð trú á því að þessir flutningsstyrkir skipti verulegu máli, sýnist mér að hér sé verið að skerða flutningsstyrki til fleiri en að auka þá til færri. Þannig að ég er bara að velta fyrir mér hvort flutningsmenn frumvarpsins og stuðningsmenn hafi almennilega áttað sig á því hvað þetta mál kann að hafa í för með sér.