Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2018.

útflutningur hrossa.

179. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta andsvar. Jú, það kom til umræðu. Ég man ekki hve gamall stofnverndarsjóður er, 25 ára gamall eða svo. Það hafði verið inni beiðni um hækkun á þessu gjaldi frá 2015. Það kom til umræðu í nefndinni að þetta væri kannski ekki hlutverk stjórnmálamanna og ég hef ekkert rosalega mikla skoðun á því. Svo kom það líka upp sem tekið er fram í nefndarálitinu, þ.e. af hverju þetta er bara tekið af hrossum sem eru í útflutningi, af hverju er þetta ekki tekið af öllum hestum sem eru skráðir. Þá er hægt að lækka gjaldið. Alls konar umræður komu upp og opnaði augu mín fyrir því að þetta litla mál er töluvert stærra en ég hugði. Ég er ekki búinn að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um hver eigi að sjá um þetta. Svona er þetta í dag en við köllum á að þetta verði endurskoðað og þá verða væntanlega einhverjar breytingar í framhaldi af því. Ég vona að ég hafi eitthvað getað svarað þingmanninum.