149. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[18:06]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka seinna andsvar. Það var svo skrýtið í meðferð þessa máls að við komu sérfræðinga úr ráðuneytinu þá virtist á þeim sem það þyrfti einhvers konar samþykki þingsins, en lögin segja ekkert til um það. Þau segja í raun ekki að það þurfi samþykki þingsins eða synjun. Það er bara þessi umræða. Það er það sem við höfum bent á, að það sé spurning hvort við þurfum ekki að taka ákvörðun um að hafa þetta fastar í hendi, það sé þá veitt samþykki þingsins ef meirihlutaviljinn er þannig. Ég er alveg sammála því að það er vert að tala um þetta hér og þessi orðaskipti eru af hinu góða.