149. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[18:37]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé ekki léleg nýting á almannafé að skipta þessum ráðuneytum upp. Þrátt fyrir að mikilvægt sé að samvinna sé til staðar og samlegðaráhrif nýtt í samskiptum félagsmálahlutans og síðan heilbrigðishlutans sé ekkert sem útilokar að gert sé þrátt fyrir að ráðuneytinu sé skipt upp. Ég held hins vegar, þegar við erum að tala um gríðarstóra, fjölbreytta og mikilvæga málaflokka eins og eru hér undir, að þá skiptir máli að fyrir hendi séu ráðuneyti sem einbeita sér að þeim kjarnaverkefnum sem eiga heima á hvoru sviði fyrir sig. Ég held að það hindri það ekki með neinum hætti (Forseti hringir.) að þar sem það á við sé einhver samvinna og samnýting ef svo ber undir.