149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

lengd þingfundar.

[15:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti lítur svo á að samkomulag sé um að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um í samræmi við samkomulag um að ljúka svo umræðu um og greiða atkvæði um frumvarp til fjárlaga að lokinni 3. umr. nk. föstudag.

Forseti áformar að gera 15 mínútna hlé að loknum 1. dagskrárlið, þ.e. liðnum um störf þingsins, og er það bæði vegna nefndarfundar sem skjóta þarf á og tengist fjárlagafrumvarpi og til undirbúnings atkvæðagreiðslu.