149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[16:08]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það frumvarp sem hér er til atkvæðagreiðslu er til stuðnings þeim fjárlögum sem hafa töluvert verið rædd hér. Eins og vonandi er ljóst hefur þingflokkur Viðreisnar ýmislegt við það plagg að athuga og það stefnuleysi sem þar ríkir og er lýst. Það liggur því í hlutarins eðli að við munum ekki styðja þetta frumvarp.